Varasamir snjóruðningar við gatnamót á Akureyri

Við allflestar götur á Akureyri eru háir snjóruðningar. Þessir ruðningar skapa augljósa hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur enda skyggja þeir á við mörg gatnamót. Framkvæmdadeild bæjarins vill af þessu tilefni hvetja ökumenn til að fara varlega við slíkar aðstæður. Dæmi um þessi gatnamót eru Glerárgata -Grænagata og Þingvallastræti -Miðhúsabraut.  

Reynt verður að moka frá á slíkum stöðum þegar um hægist, enda skapa þessar aðstæður augljósa slysahættu sé ekki farið að gát. Þá vill framkvæmdadeild þakka bæjarbúum þolinmæðina undanfarna snjóadaga fyrir hönd starfsmanna framkvæmdamiðstöðvar og verktaka sem einnig vinna að snjómokstri.

Nýjast