Þá er einnig ástæða til að benda á að nú er stórstreymt og verður morgunflóðið í Reykjavík kl. 07:00 í fyrramálið og er sjávarstöðu spáð í 4,16 metrum að áhlaðanda meðtöldum. Á Húsavík verður sjávarstaðan hæst á kvöldflóðinu í kvöld en það verður um miðnættið, þá er spáð að áhlaðandi verði um 40 sentimetrar og sjávarstaða verði í 1,63 metrum. Háflóð á Raufarhöfn verður um kl. 02 í nótt.
Spá Veðurstofunnar sem gerð var í morgun og gildir til kl. 18:00 7. janúar er svohljóðandi: Norðaustan og síðan norðan 13-23, hvassast austanlands, með éljagangi N- og A-til, en skýjað að mestu syðra. Norðan 18-28 seint í kvöld og snjókoma um norðanvert landið. Lægir talsvert á Austurlandi upp úr miðnætti. Norðaustan 10-18 síðdegis á morgun og él N- og A-lands. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins. Hiti kringum frostmark með A- og S-ströndinni á morgun.