Valur er kominn í lykilstöðu um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur gegn Þór í fyrsta leik liðanna í úrslitum 1. deildarinnar í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Valur sigraði með níu stiga mun, 91:82, og leiðir einvígið 1:0 en vinna þarf tvo leiki til komast í úrvalsdeildina. Þórsarar eru því komnir upp að hinum margfræga vegg og verða að vinna Valsmenn á útivelli á mánudagskvöldið kemur til þess að tryggja sér oddaleik.
Dimitar Petrushev og Konrad Tota voru stigahæstir í liði Þórs í kvöld með 20 stig hvor. Hjá Valsmönnum reyndust Calvin Wooten og Philip Berre erfiðir norðanmönnum en Wooten skoraði 30 stig en Berre 28.
Sem fyrr segir mætast liðin að nýju á mánudagskvöldið kemur í Vodafonehöllinni kl. 20:00.