Vaðlaheiðargöng hliðstæð Borgarfjarðarbrúnni

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

„Vaðlaheiðargöngin eiga eftir að verða eitt af lykilmannvirkjum í íslenska samgöngukerfinu.Þau eru á margan hátt í hliðstæðri stöðu og til dæmis Borgarfjarðarbrúin var á sínum tíma. Svo ég tali nú ekki um hversu mikilvæg göngin verða þegar miklar framkvæmdir og fjárfestingar fara af stað í Þingeyjarsýslum. Þá verður ómetanlegt að hafa göngin,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og formaður Vinstri grænna.

Kjördæmapot

„Það er ástæða til að velta því fyrir sér hversu fast við virðumst sitja í þessum ógæfusporum. Þegar um er að ræða stór og mikilvæg framfaramál utan suðvesturhornsins eru þau oftar en ekki stimpluð sem byggða- og kjördæmapot. Það er sérstaklega dapurlegt,“ segir Steingrímur.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast