Helstu niðurstöður eru þessar: Reglulegar tekjur samstæðunnar, A og B hluta, eru 1.407.686, en rekstrarkostnaður er 1.278.801. Samtals skilar A hlutinn tæplega 60 milljónum krónar í afgang. A og B hlutar samanlagt skila um 72 milljónum króna í afgang. Áætlað er að útsvarstekjur sveitarfélagsins verði 616 milljónir króna og hækki um 5% frá áætlun ársins 2010.
Miklar framkvæmdir hafa verið á undanförnum árum í Dalvíkurbyggð, nú síðast bygging íþróttamiðstöðvar sem tekin var í notkun sl. haust. Nú hægir á framkvæmdum og eru framkvæmdir og nýfjárfestingar áætlaðar fyrir um 82 milljónir króna. Viðhaldsframkvæmdir eignasjóðs verða fyrir um 26 milljónir og framkvæmdir B hluta fyrirtækja um 27 milljónir króna. Íbúum fjölgaði lítillega milli ára og eru nú 1958, segir í fréttatilkynningu.