Sjúkrabílar liðsins voru kallaðir út 1.687 sinnum árið 2010 og er það um 10% fjölgun frá fyrra ári. Þar af var um að ræða 168 utanbæjarflutninga út fyrir starfssvæði liðsins. Sjúkraflug hefur aukist á milli ára og var farið í 440 sjúkraflug á árinu 2010 sem er 11% aukning frá árinu 2009. Þar af voru 18 flug erlendis og þetta árið var eingöngu um að ræða flug til og frá Grænlandi.
Mikið var umleikis hjá liðinu í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli en liðið var þá með aukinn mannskap og tæki á Akureyrarflugvelli í tengslum við millilandaflug.