Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrarbæjar, afhentu í gær styrki úr Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð.
Að þessu sinni voru veittir níu rannsóknarstyrkir en nítján umsóknir bárust sjóðnum. Við úthlutun úr sjóðnum er horft til þess að verkefnin tengist starfsemi skólans. Einnig hlutu þrír nemar viðurkenningu fyrir góðan námsárangur við brautskráningu fyrr um daginn. Þetta er í ellefta sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA og var heildarupphæð styrkja 4,1 mkr.
Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:
Fagmennska í skólastarfi: Skrifað til heiðurs Trausta Þorsteinssyni
Hug- og félagsvísindasvið - Rúnar Sigþórsson, Rósa Guðrún Eggertsdóttir og Guðmundur H. Frímannsson
Kr. 200.000,-
Nýr flötur
Viðskipta- og raunvísindasvið Rannveig Björnsdóttir. Kr. 300.000,-
Áhrif ACE hamlara og Angiotensin II antagonista á samdrátt slagæðlinga í sjónhimnu
Hug- og félagsvísindasvið Ársæll Már Arnarsson. Kr. 400.000,-
Hverastrýturnar í Eyjafirði - Lífríkið neðansjávar
Viðskipta- og raunvísindasvið - Hreiðar Þór Valtýsson. Kr. 400.000,-
Netávani íslenskra unglinga og forvarnir
Hug- og félagsvísindasvið - Kjartan Ólafsson og Ólína Freysteinsdóttir. kr. 400.000,-
Samfélagslegt hlutverk háskóla
Hug- og félagsvísindasvið - Trausti Þorsteinsson. kr. 500.000,-
Sjónvarpsþáttur Ara Trausta
Markaðs og kynningarsvið- HA. Kr. 500.000,-
Röntgentækni til greiningar á frumefnainnihaldi þangs
Viðskipta- og raunvísindasvið - Ásta Margrét Ásmundsdóttir. kr. 600.000,-
Alfapróteógerlar og veirur þeirra úr Jökulsá á Fjöllum
Viðskipta- og raunvísindasvið Oddur Vilhelmsson. Kr. 700.000,-
Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:
Viðskipta- og raunvísindasvið: Kristín Baldvinsdóttir Kr. 50.000,-
Heilbrigðisvísindasvið: Heiða Berglind Magnúsdóttir Kr. 50.000,-
Hug- og félagsvísindasvið: Ruth Margrét Friðriksdóttir Kr. 50.000,-