Úthlutað úr Afreks- og styrktar- sjóði Akureyrar á þriðjudag

Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni þriðjudaginn 28. desember nk. kl. 16:15 þar sem afhent verða viðurkenningarskjöl Íþróttaráðs Akureyrar til hvers félags fyrir sig. Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu.  

Fjölmargir Íslandsmeistaratitlar unnust, bæði í einstaklingsíþróttum og hópíþróttum og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til athafnarinnar. Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.

Nýjast