Úrslitakeppnin á Íslandsmóti karla í íshokkí hefst á sunnudaginn kemur, þann 27. febrúar og fer fyrsti leikurinn fram í Skautahöllinni á Akureyri kl. 17:00.
Upprunalega átti úrslitakeppnin að hefjast þann 1. mars en hefur nú verið flýtt. Það verða SA Víkingar og SR sem mætast í úrslitum en vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari.