Uppskera og Handverk á Hrafnagili

Hátíðin Uppskera og Handverk 2007 verður sett á morgun, föstudaginn 10. ágúst, kl. 10 að morgni við Hrafnagilsskóla. Þessi 15 ára gamla hátíð gengur nú í gegnum breytingaskeið og bryddað verður upp á ýmsum nýjungum. Breyttur opnunartími hátíðar, þar sem menn taka daginn snemma. Korn er þema hátíðar og verður ýmislegt korntengt til sýnis. Mótorhjól í fullri stærð skorið í tré verður til sýnis. Það er Kristján Möller samgönguráðherra sem flytur setningarávarp. Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir :

Föstudagur 10. ágúst opið kl. 10-19.

10:00 Setning hátíðarinnar: Per Landrö, menningarfulltrúi norska sendiráðsins, flytur ávarp.

Valgerður Bjarnadóttir fjallar um Korngyðjuna. Kristján Möller samgönguráðherra flytur setningarávarp. Aurora Borealis - Margrét Hrafnsdóttir sópran og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.

15:00 Dimmuborgajólasveinarnir.

17:00 Tískusýning.

Laugardagur 11.ágúst opið 10-19.

14:00 Fyrirlestur: Valgerður Bjarnadóttir, "Gjafir og grátur Gyðjunnar - goðsagnir um kornið og ástina". 15:00 Fyrirlestur: Bine Melby, "Menningarsöguleg búfjárkyn í Noregi - varðveisla og nýting afurða". 17:00 Tískusýning. 21:30 Tónleikar með "Ljótu hálfvitunum" - haldnir í Tónlistarhúsinu Laugarborg. Miðaverð 1.000.

Sunnudagur 12.ágúst opið 10-19.

15:00 Dimmuborgajólasveinarnir. 17:00 Tískusýning. Aðrir helstu viðburðir á hátíðinni utan dagskrár :

Gallerí Víðátta 601 mun halda myndlistarsýningu undir berum himni, Grálistarhópurinn sýnir. Hópur Norðmanna kemur og kynnir mat og handverk úr héraði. Landssamband kornbænda og Búgarður kynna kornrækt á Íslandi. Vélaumboð verða á staðnum með kynningar á vélum sínum. Félag landnámshænsna stendur fyrir keppni um fallegasta hana og hænu hátíðarinnar. Verksvæði handverksmanna - yfir 20 manns sýna verkvinnu á stóru svæði. Handverksmaður ársins 2007 verður valinn á sýningunni. Námskeið verða haldin í tengslum við hátíðina, eldsmíði, leðursaumur, hálmfléttingar, þæfing.

Nýjast