Fundirnir eru haldnir á þriðjudögum að Þórsstíg 4, milli kl. 17.30 og 19.00. Þeir eru öllum opnir og þátttakendum að kostnaðarlausu. Á fyrsta fundinum fyrir viku, var fjallað almennt um samningaferlið og verkefnin framundan. Í dag, þriðjudaginn 10. maí verður fjallað um landbúnaðarmál af Haraldi Aspelund, varaformanni samningahóps um landbúnaðarmál. Eftir viku, þann 17. maí, verður fjallað um sjávarútvegsmál af Martini Eyjólfssyni, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins og fulltrúa í aðalsamninganefnd. Þann 24. maí verður fjallað um byggða- og sveitarstjórnarmál af Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur, formanni samningahóps um byggða- og sveitastjórnamál og að lokum, þann 31. maí verður fjallað um gjaldmiðilsmálin af Ólafi Sigurðssyni, fulltrúa í samningahópnum um gjaldmiðilsmálin.