Unnið verði að úrbótum á gatnamótum Borgarbrautar og Merkigils

Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar í gær var tekið fyrir erindi frá Stellu Gústafsdóttur, Vestursíðu 6c, þar sem vakin er athygli á slysum sem hafa orðið á gatnamótum Borgarbrautar og Merkigils. Óskað er eftir úbótum á gatnamótunum.  

Skipulagsnefnd samþykkti að óska eftir því við framkvæmdadeild að í samráði við skipulagsstjóra verði unnin tillaga að úrbótum á gatnamótum Borgarbrautar og Merkigils, með því markmiði að auka umferðaröryggi. Tillagan verði lögð fyrir nefndina.

Nýjast