Unglingameistaramótið á skíðum haldið í Hlíðarfjalli um helgina

Unglingameistaramót Íslands á skíðum verður haldið um helgina í Hlíðarfjalli, dagana 25.-27. mars, og verður sett í Menningarhúsinu Hofi í kvöld. Keppt er í aldursflokkunum 13-14 ára og 15-16 ára í alpagreinum (svig, stórsvig og samhliðarsvig) og skíðagöngu og er von á annað hundrað keppendum á mótið.

 

Mótið hefst kl. 9:30 á morgun, föstudag, og líkur með verðlaunaafhendingu í Hlíðarfjalli um 13:30 á sunnudaginn.

Nýjast