Umsóknir um starfslaun listamanna á Akureyri

Stjórn Akureyrarstofu hefur auglýst eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2011 til 31. maí og verður starfslaununum úthlutað til eins listmanns sem hlýtur sex mánaða laun. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl.

 

Markmiðið með starfslaunum listamanna er að sá sem þau hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu.  Einungis listamenn búsettir á Akureyri koma til greina. Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um  hvernig starfslaunatíminn skal notaður.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is

Nýjast