Umhverfisþing haldið í Stórutjarnarskóla

Umhverfisþing verður haldið í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit á morgun, miðvikudaginn 23. febrúar frá kl. 13.10-15.20. Þingið hefur verið auglýst víða og hefur foreldrum nemenda í skólanum verið boðið sérstaklega en einnig munu nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla sitja þingið.

Þá hefur fulltrúum í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar, fræslunefnd Þingeyjarsveitar og skipulags- og umhverfisnefnd svo og öllum íbúum í sveitinni verið boðið að mæta á þingið, sem er öllum opið. Aðal fyrirlesarar verða dr. Bjarni Guðleifsson á Möðruvöllum og Tryggvi Harðarson sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.

Nýjast