Fyrir skömmu var afgreiðslukerfi Sundlaugarinnar fært til nútímahorfs en tekið var upp rafrænt kerfi líkt og tíðkast hefur undanfarin misseri í Hlíðarfjalli. Gestir geta nú keypt rafrænt kort sem þeir svo skanna inn við komu í laugina og segir Elín að mikil hagræðing hljótist af nýja kerfinu. Fólk með rafræn kort getur skannað sig inn sjálft og losnar þannig við að bíða eftir afgreiðslu. Þá sé allt utanumhald og skráning í betra horfi en áður.
„Þetta er fyrsta skrefið, en við vonum að þess verði ekki langt að bíða að tekið verði í notkun rafrænt hlið, þannig að gestir geti komið beint inn og skannað kortið þar," segir hún.
Grunnskólabörn, á aldrinum 6-15 ára þurfa nú að greiða gjald í sundlaugar bæjarins en ókeypis var fyrir þennan hóp í laugarnar í fyrra. Þessum aldurshópi stendur til boða að kaupa árskort á 1000 krónur, það gildir í 12 mánuði eða þar til unglingarnir verða 16 ára.
„Það hefur gengið vel þessa daga sem nýja fyrirkomulagið hefur verið við lýði og við höfum þegar afgreitt fjölda rafrænna korta. Viðbrögðin er góð og við vonum að sem flestir bæjarbúar verði dulegir að synda sér til heilsubótar á árinu og hvetjum þá auðvitað til þess," segir Elín.