„Þann 22. apríl 2011 fór 1.051 bíll um göngin Siglufjarðarmegin og 980 bíll Ólafsfjarðarmegin eða 1.016 bílar að meðaltali um bæði göng (í báðar áttir), 23. apríl 2011 fór 1.041 bíll um göngin Siglufjarðarmegin og 1.017 bíll Ólafsfjarðarmegin eða 1.029 bílar að meðaltali um bæði göng (í báðar áttir). Litlu minni umferð var um göngin 21. apríl eða 938 Siglufjarðarmegin en 907 Ólafsfjarðarmegin eða 923 bílar að meðaltali um bæði göng (í báðar áttir). Þessir dagar eru lang umferðarmestu dagar um Héðinsfjarðargöng frá því að umferðarteljarar voru settir upp," sagði Friðleifur í samtali við vefinn siglfirdingur.is.
Um páskana - frá og með 21. apríl til og með 25. apríl - fóru um 4.383 bílar að meðaltali um bæði göng (í báðar áttir). Vegagerðin reiknar að jafnaði með að 2,6 séu í hverjum bíl að rútum meðtöldum. Þetta umferðarmagn samsvarar því að um 11.400 manns hafi farið um göngin yfir páskana. „Að meðaltali, frá áramótum, hafa farið um 433 bílar/sólarhring um göngin eða 441 bíll Siglufjarðarmegin og 425 Ólafsfjarðarmegin. Þannig að um 4% meiri umferð er um göngin Siglufjarðarmegin, að meðaltali frá áramótum. Um bæði göngin má gera ráð fyrir að mesta umferð sé að jafnaði á bilinu frá kl. 16.00 til 17.00, eða 10,4% umferðarinnar yfir daginn. Þetta gera því um 45 (bílar/klst.) að jafnaði. Um páskahelgina fóru hins vegar 160 bílar um göngin Siglufjarðarmegin í báðar áttir 22. apríl milli kl. 15.00 og 16.00 og á sama tíma fóru 147 bílar um göngin Ólafsfjarðarmegin á sömu klst. sem jafnframt er stærsta klst. umferð sem mælst hefur þeim megin. 160 bílar/klst. samsvara því að um 420 manns hafi farið um göngin á þessari klst.," sagði Friðleifur ennfremur.