Úlfar hættir sem skólastjóri Glerárskóla

Úlfar Björnsson skólastjóri Glerárskóla lætur af starfi sínu fyrir næsta skólaár. Hann segist í tilkynningu til foreldra og forráðamanna nemenda skólans, að hann hafi um nokkurn tíma reiknað með að hætta sem skólastjóri.

"Því sótti ég um vinnu þegar störf við grunnskóla Akureyrar voru auglýst fyrir skömmu.  Það gekk eftir og er ég á leið í kennslu næsta vetur.  Á næstunni verður því auglýst eftir skólastjóra við Glerárskóla," segir Úlfar ennfremur.

Nýjast