Knattspyrnumennirnir Þórður Arnar Þórðarsson og Sigurjón Fannar Sigurðsson skrifuðu í gær undir nýjan tveggja ára samning hjá KA. Þórður Arnar er fæddur árið 1986 og hefur spilað með KA síðan 2007, en áður var hann í herbúðum Þórs. Hann hefur spilað á fimmta tug leikja með KA í deild og bikar og skorað í þeim tvö mörk.
Sigurjón Fannar er fæddur 1990. Hann er ávöxtur yngri flokka starfs KA og hefur aldrei spilað í öðru en KA-treyjunni. Hann spilaði einn leik með meistaraflokki sumarið 2011 og kom síðan við sögu í tíu leikjum í deild og bikar á síðasta keppnistímabili, segir á vef KA.
KA hefur leik í 1. deildinni föstudaginn 13. maí er liðið sækir Leikni R. heim. Fyrsti heimaleikur KA er föstudaginn 20. maí gegn ÍR.