22. febrúar, 2013 - 18:04
Margt var um kynlega kvisti á flugvellinum á Akureyri í dag. En þar mátti sjá lögreglu- og sérsveitarfólk burðast með 2 metra háan kaktus út úr einni flugvél Flugfélags Íslands og bera hann á milli sín í gegnum flugstöðvarbygginguna. Þegar grant var skoðað kom í ljós að um var að ræða upptökur á kynningarmyndbandi Leikfélags Akureyrar fyrir leikritið Kaktusinn sem frumsýnt verður föstudaginn 1.mars næstkomandi, en þar leikur einmitt þessi risavaxni kaktus stórt hlutverk.