HK byrjaði leikinn betur og komst í 4:1 með hinn magnaða Ólaf Bjarka Ragnarsson í fararbroddi en Ólafur skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik. Akureyringum tókst erfiðlega að brjótast í gegnum sterka vörn gestanna og skot heimamanna rötuðu oft á tíðum illa á markið. Sveinbjörn Pétursson áttu fínan fyrri háfleik í marki Akureyrar með 10 skot varin, þar af 1 víti, og geta Akureyringar þakka honum að stórum hluta fyrir að hafa ekki misst HK-menn lengra framúr sér.
Akureyringar náðu að hanga í HK-mönnum sem virtustu hafa mun minna fyrir sínum mörkum en heimamenn. Norðanmenn söxuðu jafnt og þétt á forskotið og minnkuðu muninn í eitt mark, 8:9, þegar um sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þegar hálf mínúta var eftir jafnaði Bjarni Fritzson metin fyrir Akureyri í fyrsta skiptið í leiknum.
Staðan í hálfleik, 13:13.
Akureyri skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik og komst þar í fyrsta sinn yfir í leiknum. Heimamenn náðu svo þriggja marka forystu, 17:14, þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og leikurinn virtist vera að snúast heimamönnum í hag.Akureyri náðu þó ekki að hrista HK-menn af sér og var leikurinn stál í stál næstu mínútur þar sem 1-2 mörk skildu liðin að.Heimamenn náðu þriggja marka forystu á ný, 22:19, þegar níu mínútur voru eftir af leiknum.
HK minnkaði muninn í eitt mark 21:22, þegar skammt var eftir í spennan mikil í Höllinni. Akureyringar reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum. Hörður Fannar Sigþórsson skoraði 25 mark heimamanna þegar hálf mínúta var eftir. Þriggja marka munur á ný og sigurinn í höfn.
Lokatölur, 26:24.
Í hinum undanúrslitaleiknum lagði FH lið Fram að velli í Kaplakrika, 29:22, og því standa FH og Akureyri vel að vígi fyrir leikina á laugardaginn.
Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Oddur Gretarsson 6 (1 úr víti), Guðmundur Hólmar Helgason 4, Daníel Einarsson 4, Heimir Örn Árnason 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2.
Varin skot: Sveinbjörn Pétusson 17.
Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 10, Atli Ævar Ingólfsson 3, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 3, Bjarki Már Elísson 2 (1 úr víti), Daníel Berg Grétarsson 2 ( 2 úr vítum), Vilhelm Gauti Bergsveinsson.
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11.