Ferðin hefst á Akureyri þann 18. maí þar sem farið verður með rútu til Seyðisfjarðar og þaðan með skipinu Norrænu til Færeyja. Rútuferðin og siglingin tekur samtals 27 klukkustundir. Stórsveit Akureyrar mun halda tónleika fimmtudaginn 19. maí í Norræna húsinu í Þórshöfn. Færeyingar munu taka þátt í þessum tónleikum og spila með Stórsveitinni. Það var helsta markmið þessarar ferðar, að spila saman. Stórsveitin mun jafnframt nota tækifærið og spila á fleiri tónleikum í Færeyjum. Grunnsveit Tónlistarskólans mun einnig fara í þessa ferð og halda tvenna tónleika. Föstudaginn 20. maí mun Grunnsveitin spila ásamt 10 öðrum hljómsveitum á Alþjóðlegu blásarahátíðinni. Alberto Porro Carmona stjórnandi hljómsveitanna og fulltrúi Tónlistarskólans á Akureyri, segir að markmið ferðarinnar og samstarfsins við Færeyinganna sé að hvetja og virkja nemendur til þess að skemmta sér og njóta tónlistar. "Þessi ferð er einungis byrjunin á framtíðarferðum til annarra landa."