Toppslagur milli Þórsliðanna í Höllinni í kvöld

Það verður toppslagur í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn mætast í 1. deild karla í körfubolta kl. 19:15. Það er lítið undir í leiknum fyrir gestina sem hafa þegar tryggt sér farseðilinn í úrvalsdeildina næsta vetur, en Þór Þorlákshöfn hefur unnið alla 16 leiki sína í deildinni og er með 32 stig í efsta sæti. Það er hins vegar mikið undir fyrir heimamenn í leiknum sem eru í öðru sæti deildarinnar með 22 stig og eru að berjast um að halda því sæti. 

Annað sætið gefur heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni og því til mikils vinna fyrir norðanmenn að halda sér í því sæti. Þór Akureyri á tvo leiki eftir og verður helst að vinna þá báða til þess að tryggja sér annað sæti deildarinnar.

„Þetta verður mjög erfiður leikur en það byrja alla leikir á núlli og við eigum alveg möguleika á sigri,” segir aðstoðarþjálfari Þórs, Sigurður Grétar Sigurðsson, um leikinn í kvöld.

Nánar í Vikudegi í dag.

 

Nýjast