Tölva Aflsins enn ófundin

Enn hefur ekkert frést af tölvunni sem stolið var frá Aflinu, samtökum gegn heimilis- og kynferðisofbeldi á Norðurlandi. Brotist var inn í húsnæði Aflsins á Akureyri á milli jóla og nýárs. Í tölvunni eru gögn sem gagnast samtökunum eingöngu og þrátt fyrir auglýsingar um fundarlaun og velvilja hjá samborgurum hefur tölvan ekki komið í leitirnar.  

Starfsmenn Tölvulistans á Akureyri heyrðu af raunum Aflskvenna og brugðust svo vel við að gefa samtökunum nýja borðtölvu. "Við erum við alveg óskaplega þakklátar fyrir það. Þó svo að við séum ekki að geyma nein mikilvæg gögn í tölvu (önnur en sem eru mikilvæg starfssemi okkar) þá er hún þó ríkur þáttur í okkar vinnu," segir m.a. í tilkynningu frá Aflinu.

Nýjast