"En eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag í kjölfar frjálshyggjustefnu þeirrar sem hér var framfylgt af pólitísku harðfylgi Sjálfstæðisflokksins er það skylda þingflokksins að tryggja starfhæfa vinstristjórn og virkan þingflokk til þeirra verka sem liggja fyrir nú á næstu dögum, vikum, mánuðum og árum. Ef það er lýðræðisleg niðurstaða þingflokksins að það sé best gert með þessum hætti eiga slíkar ákvarðanir að vera hafnar yfir einstaka þingmenn og stöðu þeirra, hver sem hún kann að vera. En mér þykir miður að konum fækki í valda- og áhrifastöðum flokksins og ef þetta er á gráu svæði að mati Jafnréttisstofu þarf flokkurinn að taka vinnubrögð sín til endurskoðunar," sagði Andrea.