Þurfum að gíra okkur strax upp

Akureyri og Valur mætast í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 19:00 er 16. umferð N1-deildar karla í handbolta hefst með þremur leikjum. Valsmenn höfðu betur í bikarslag liðanna sl. helgi og því eiga heimamenn harma að hefna. Akureyri er í fínum málum í deildinni á toppnum með 25 stig, sex stigum meira en Fram sem er í öðru sæti með 19 stig. Valur er hins vegar í sjötta sæti með 12 stig.

Möguleikar þeirra til þess að komast í úrslitakeppnina liggja í því að vinna þá leiki sem eftir eru og því er hver leikur úrslitaleikur fyrir þá. Þeir mæta væntanlega fullir sjálfstrausts í leikinn í kvöld enda nýkrýndir bikarmeistarar.

Það er hins vegar spurning hvernig tapið og svekkelsið í bikarnum hafi farið með andlegu hliðina hjá leikmönnum Akureyrar.

„Við erum alveg búnir að jafna okkur og við verðum bara að gíra okkur strax upp,” segir Heimir Örn Árnason fyrirliði Akureyrar.

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast