Þungfært og stórhríð á Öxnadalsheiði og skyggni slæmt á heiðum

Á Norðvesturlandi eru víða hálka, hálkublettir, éljagangur og skafrenningur. Þungfært og stórhríð er Öxnadalsheiði. Búast má við að skyggni sé slæmt á heiðum. Á Norðausturlandi er greiðfært en þó er einhver éljagangur. Á Austurlandi er víðast greiðfært þó eru hálkublettir á Oddsskarði og á Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi eru hálkublettir við Kirkjubæjarklaustur, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.  

Hálkublettir og skafrenningur eru á Hellisheiði og í Þrengslum og víða í uppsveitum.
Á Vesturlandi eru hálkublettir á Fróðárheiði, hálkublettir og éljagangur á Vatnaleið og á Bröttubrekku. Hálka og óveður er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir. Hálkublettir og óveður er á Hálfdáni og á Ennishálsi, annars er víða hálka og skafrenningur á heiðum.

Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi fyrir kvöldið og nóttina, er áfram er gert ráð fyrir mjög dimmum éljum suðvestan- og vestanlands.  Éljagangurinn nær norður í Skagafjörð og austur í Öræfasveit.  Eftir því sem kemur fram á kvöldið kólnar og frystir þá á láglendi.  Seint í kvöld og í nótt má suðvestanlands og á Suðurlandi reikna með samfelldri hríð eða a.m.k. mjög þéttum éljagangi.  Hvasst verður og skyggni afar takmarkað.

Nýjast