Þrettándagleði Þórs verður haldin 13. janúar

Eins og fram hefur komið i fjölmiðlum  síðustu daga  ákvað stjórn Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri  að halda ekki  hina árlegu  þrettándagleði félagsins, sem haldin hefur verið nánast árlega frá árinu 1934. Ástæðan var  að ekki tókst að fá kostunaraðila að  gleðinni að þessu sinni. Kom þetta m.a. fram í viðtali við formann félagsins, Sigfús Ólaf Helgason í aðalfréttatíma Sjónvarpsins í gærkvöld.   

Strax er fréttinn var send út  var haft samband við forsvarsmenn Íþróttafélagsins og nokkur fyrirtæki hér í bæ  ásamt Akureyrastofu buðust til að styrkja félagið til að halda áfram þessum mikilvæga þætti í jólahaldi Akureyringa., þ.e.a.s. að halda þrettándagleði. Í morgun tók svo stjórn Þórs þá ákvörðun að endurskoða fyrri ákvörðun sýna og  halda Þrettándagleði Þórs. Ákveðið hefur verið að halda brennuna og  kveðja jólin með gleði dansi,álfum,  tröllum og ýmsum öðrum kynjaverum þann 13. janúar,  á brennustæðinu við Réttarhvamm.  Íþróttafélagið  Þór vill koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem brugðust svo skjótt við og gera nú félaginu kleift að halda við þessum merka menningararfi okkar Akureyringa  sem þrettándagleði  félagsins er og hefur verið um mjög langt skeið.

Nýjast