Körfuknattleiksdeild Þórs er að skoða ungan leikstjórnanda frá Makedóníu og freistar þess að fá hann til liðs við sig áður en leikmannaglugginn lokast þann 5. febrúar.
Samkvæmt heimildum Vikudags er málið í höndum leikmannsins sjálfs og ljóst að hann þarf að hafa hraðar hendur þar sem leikmannaglugginn lokast í lok næstu viku.
Eins áður hefur verið greint frá urðu Þórsarar fyrir mikilli blóðtöku þegar fyrirliði liðsins, Bjarki Ármann Oddsson og Bjarni Konráð Árnason, ákváðu að hætta með liðinu á miðju tímabili og því stórt skarð sem þarf að fylla.