Þórsarar komu sér upp í annað sætið í 1. deild karla í körfubolta með sigri gegn Leikni R. á útivelli í dag.
Lokatölur 48:79. Óðinn Ásgeirsson átti góðan leik fyrir Þór og skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst. Fyrir Leiknismenn var Hilmir
Hjálmarsson atkvæðamestur með 10 stig.
Eftir leiki helgarinnar hefur Þór 18 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Þór Þorlákshöfn sem á
að auki leik til góða. FSu hefur 16 stig í öðru sæti en á leik til góða á Þór.