Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu klárast í kvöld með tveimur leikjum. Annars vegar mætast Víkingur og Þór í nýliðaslag á Víkingsvelli og á Kópavogsvelli mætast Breiðablik og KR og hefjast leikirinir kl. 19:15.
Leikur Þórs í kvöld er fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni í níu ár. Liðið verður án David Disztl sem varð fyrir smávægilegum meiðslum fyrir helgi og missir sennilega af fyrstu þremur leikjum liðsins, er fram hefur komið á mbl.is.