Kvennalið Þórs/KA er vinsælasta knattspyrnuliðið á Íslandi samkvæmt könnun MMR. Þór/KA var það lið í efstudeild, karla eða kvenna, sem flestir sögðust halda með eða 19 prósent. Næst á eftir Þór/KA kemur kvennalið Breiðabliks með 11,3 prósent. Karlalið Þórs er í fjórða sæti á listanum en 9,8 prósent aðspurðra sögðust styðja þá. Karlalið KA kemst hins vegar ekki á lista yfir 22 vinsælustu knattspyrnulið landsins. Alls tóku 1.011 einstaklingar 18 ára og eldri þátt í könnunni.