Þór/KA og KR mætast í mikilvægum leik í Boganum í dag

Lokaumferðin í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu hefst í dag þar sem Þór/KA og KR mætast m.a. í Boganum kl. 15:00. Bæði lið þurfa á sigri að halda til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum en liðin eru jöfn að stigum með fjögur stig í fimmta og sjötta sæti deildarinnar.

Þór/KA gæti dugað jafntefli en til þess að það dugi verður liðið að treysta á að Stjarnan vinni Fylki á laugardaginn kemur.Valur er þegar komið áfram með níu stig á toppi deildarinnar en Stjarnan, Breiðablik, Þór/KA, Fylkir og KR slást um hin þrjú sætin.

Nýjast