Þór/KA mætir Stjörnunni í undanúrslitum

Undanúrslitaleikirnir í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu fara fram næstkomandi fimmtudag, þann 28. apríl. Í undanúrslitum mætast annars vegar Þór/KA og Stjarnan í Boganum kl. 17:15 og hins vegar Valur og Breiðablik á Hlíðarenda kl. 19:00. Sigurliðin mætast svo í úrslitaleiknum sunnudaginn 1. maí í Kórnum kl. 15:00.

Nýjast