Þór tapaði í kvöld gegn Val með 46 stiga mun, 84:130, er liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri á Íslandsmótinu í 1. deild karla í körfubolta. Þetta var þriðji tapleikur Þórs á tímabilinu sem er fyrir vikið komið niður í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig. Valur komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Þór. Þór Þorlákshöfn er sem fyrr á toppnum með 18 stig en FSu hefur 14 stig í öðru sæti.
Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Hetti á sunnudaginn kemur í Íþróttahöllinni kl. 14:00. Það er ljóst að norðanmenn verða helst að innbyrða tvö stig úr þeirri viðureign til þess að dragast ekki aftur úr í toppbaráttunni.