Þór tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn Val um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta með þriggja stiga sigri í Vodafonehöllinni í kvöld, 76:73, í öðrum leik liðanna í úrslitum 1. deildarinnar. Staðan í rimmunni er því 1:1 og munu liðin mætast í hreinum úrslitaleik á miðvikudaginn kemur á Akureyri um hvort liðið fylgir Þór Þorlákshöfn upp í úrvalsdeildina.
Konrad Tota fór fyrir stigaskorun í liði Þórs í kvöld með 20 stig og þeir Dimitar Petrushev og Óðinn Ásgeirsson skoruðu 16 stig hvor. Hjá Valsmönnum var Calvin Wooten langstigahæstur með 32 stig og Philip Perre skoraði 19 stig.