Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með þremur leikjum. Þórsarar eiga erfiðan leik fyrr-ir höndum en liðið sækir KR-inga heim í kvöld kl. 20:00. KR hefur farið vel af stað í deildinni og vermir toppsætið með sjö stig. Þór situr í ellefta og næsneðsta sæti með þrjú stig.
Leikir kvöldsins í Pepsi-deildinni:
19:15. Kaplakrikavöllur, FH-Víkingur
19:15. Grindavíkurvöllur, Grindavík-Keflavík
20:00. KR-völlur, KR-Þór