Þór og KA fengu bæði heimaleik í 32-liða úrslitum

Nú rétt í þessu var dregið í 32-liða úrslitum Valitor-bikar karla í knattspyrnu í höfuðstöðum KSÍ. Þór og KA voru í pottinum og fengu bæði liðin heimaleik. Þór tekur á móti 3. deildar liði Leiknis F. en KA mætir úrvalsdeildarliði Grindavíkur. Tveir úrvalsdeildarslagir verður en bikarmeistararar FH drógust gegn Fylki og Stjarnan mætir KR. Leikið verður miðvikudaginn 25. maí og fimmtudaginn 26. maí.

 

Liðin drógust þannig saman: 

 

Njarðvík-HK

Breiðablik-Völsungur

Léttir-KFS

Fjölnir-Selfoss

BÍ/Bolungarvík-Reynir S.

Þór-Leiknir F.

ÍR-Þróttur R.

Bersekir-Fram

Valur-Víkingur Ó.

FH-Fylkir

KV-Víkingur

Kjalarnes-ÍBV

Höttur-Keflavík

Haukar-KF

KA-Grindavík 

Stjarnan-KR

Nýjast