Knattspyrnulið Þórs er að skoða sænskan kantmann, Emanuel Svensson að nafni, en hann er á mála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Mjällby. Hann er 22 ára gamall og hefur komið við sögu í þremur leikjum liðsins á tímabilinu, eftir því sem fram kemur á mbl.is.
Þar kemur einnig fram að það muni skýrast í dag hvort hann komi eða ekki. Unnsteinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, segir hins vegar í samtali við Vikudag að það gæti dregist eitthvað langinn.
„Ég er ekki viss að það skýrist í dag og myndi frekar segja á næstu dögum. Við erum að skoða þessi mál en það er ekkert ákveðið,” segir Unnsteinn.