Þór með sigur í lokaumferðinni

Þór tryggði sér í kvöld annað sætið í 1. deild karla í körfubolta með sigri gegn Hetti á útivelli, 125:98, í lokaumferð deildarinnar. Þór endar með 26 stig í öðru sæti deildarinnar og hefur tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni þar sem liðið mætir Breiðabliki á 4-liða úrslitum. Í hinni viðureigninni mætast Skallagrímur og Valur. Óðinn Ásgeirsson var stigahæstur í liði Þórs í kvöld með 32 stig og Konrad Tota kom næstur með 23 stig.

Í liði Hattar var Daniel Terrell atkvæðamestur með 37 stig og Omar Khanani skoraði 31 stig. Höttur endar í sjöunda sæti með 10 stig.

Áætlað er að úrslitakeppnin hefjist þann 11. mars.

Nýjast