Þórsarar unnu sinn annan leik í röð í 1. deild karla í körfubolta er liðið lagði Laugdæli, 93:79, á Laugarvatni í
gær. Með sigrinum er Þór komið með 16 stig í þriðja sæti deildarinnar, líkt og FSu sem situr í öðru sæti en
liðið lá gegn Breiðablik í gær.
Þórsarar verða aftur á ferðinni í dag en liðið sækir þá Leiknismenn heim og hefst leikurinn kl.
16:00.