Þór leikur sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þegar heil umferð fer fram í deildinni í kvöld. Þór
fær Stjörnuna í heimsókn á Þórsvöllinn kl. 19:15 en norðanmenn ætla sér að stóra hluti á heimavelli í
sumar. Þór hefur þrjú stig í 9. sæti deildarinnar að tveimur umferðum loknum eftir afar sterkan útisigur gegn Fram í
síðustu umferð. Stjarnan er sæti neðar með eitt stig.
Leikir kvöldsins í Pepsi-deildinni:
19:15 Keflavík - FH (Nettóvöllurinn)
19:15 Þór - Stjarnan (Þórsvöllur)
19:15 Víkingur R. - KR (Víkingsvöllur)
19:15 Fylkir - Fram (Fylkisvöllur)
19:15 Breiðablik - Grindavík (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur - ÍBV (Vodafonevöllurinn)