Þór í úrslit um sæti í efstu deild

Þór er komið áfram í úrslit um sæti í úrvalsdeildinni í körfubolta eftir sigur gegn Breiðabliki á útivelli í kvöld, 87:84, í undanúrslitum 1. deildar karla. Þór vann einvígið 2:0. Konrad Tota fór fyrir stigaskorun í liði Þórs í kvöld með 22 stig og þeir Ólafur Torfason og Wesley Hsu skoruðu 18 stig hvor. Í liði Breiðabliks var Aðalsteinn Pálsson stigahæstur með með 22 stig, Arnar Pétursson skoraði 13 stig og Atli Örn Gunnarsson og Steinar Arason 12 stig hvor.

 

Valur vann Skallagrím á sama tíma, 95:82, í hinum undanúrslitaleiknum og vann einvígið einnig 2:0. Það verða því Þór og Valur sem munu berjast um laust sæti í Iceland Express deildinni næsta vetur.

Fyrsta viðureign liðanna fer fram á Akureyri föstudaginn 18. mars en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki leikur í úrvalsdeildinni næsta vetur. 

Nýjast