Þór hafði betur gegn FSu með tíu stiga mun, 89:79, er liðin mættust í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri í 1. deild karla í körfubolta. Með sigrinum styrkti Þór stöðu sínum í öðru sæti deildarinnar og hefur nú 20 stig eftir fjórtán umferðir, fjórum stigum meira en FSu sem er í þriðja sæti með 16 stig en á leik til góða.
Konrad Tota fór fyrir stigaskorun í liði Þórs með 27 stig og Óðinn Ásgeirsson skoraði 20 stig. Fyrir FSu var Valur Orri Valsson stigahæstur með 22 stig og Guðmundur Gunnarsson skoraði 20 stig.