Þór fær liðsstyrk frá Makedóníu

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Dimitar Petrusev frá Makedóníu um leika með liðinu á lokasprettinum í 1. deild karla. Dimitar er væntanlegur til landsins í dag en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Dimitar mun verða klár í slaginn í leikinn gegn Skallagrími næstkomandi föstudag, en hann gerir tveggja mánaða samning við Þór. Dimitar er 22 ára gamall, 187 cm hár og leikur stöðu leikstjórnanda.

Nýjast