Eins og fram hefur komið greindist Geir með blóðtappa í hægri hendi og leikur að öllum líkindum ekkert meira með norðanmönnum það sem eftir er tímabilsins í N1-deildinni. Geir segist ekki hafa gert sér grein fyrir alvarleika málsins í fyrstu.
„Ég hélt að þetta væri bara sýking í mesta lagi og að ég myndi bara fá sýklalyf og vera slappur í 1-2 daga,” segir hann.
Nánar er rætt við Geir í nýjasta tölublaði Vikudags.