Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og fáeinum öðrum leiðum. Á Vestfjörðum er þæfingsfærð í Djúpinu og og verið er að moka Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Á Austurlandi er snjóþekja eða þungfært á flestum leiðum, mokstur er hafinn. Á Suðausturlandi er hálka austan við Höfn en autt þar fyrir vestan en sandstormur er á Mýrdalssandi. Vegir á Suðurlandi eru greiðfærir, þó er sandstormur undir Eyjafjöllum.