Linda Margrét Baldursdóttir hjólaði ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Eiðsyni 430 km. leið frá Húsavík til Hafnar í Hornafirði síðast liðið sumar. Ferðin reyndist hið mesta ævintýri þar sem veðuröflin létu finna fyrir sér. Um næstu helgi hefst nýtt hjólreiðaævintýri þegar þau hjónin leggja af stað frá Höfn til Reykjavíkur. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Lindu á dögunum.