Tenging Brálundar við Miðhúsabraut verður fjarlægð

Bæjarráð Akureyrar ákvað í morgun að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem felldi í desember úr gildi breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 framlengingu Brálundar frá Eikarlundi að Miðhúsabraut.

 

Þegar framkvæmdir við Miðhúsabraut hófust, var hluti af verkinu tenging hennar um Brálund, sem er ný tenging. Tveir íbúar við götuna stefndu bænum og kröfðust þess að framlengingin yrði felld úr gildi. Hérðasdómur Reykjavíkur dæmdi íbúunum í vil og var götutengingunni því lokað.

 

Á fundi bæjarráðs í morgun var framkvæmdadeild falið að fjarlægja tengingu Brálundar við Miðhúsabraut.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast