Hann var heldur betur að flýta sér ökumaðurinn sem lögreglan á Akureyri stöðvaði í Hörgárdal í morgun. Bifreið mannsins mædist á hvorki meira né minna en 159 km hraða. Mannsins bíður um 150 þúsund króna sekt og að missa ökuskírteini sitt í 2-3 mánuði. Þess má geta að hraði bílsins mældist á móts við bæinn Vindheima, en þar varð einmitt mjög harður árekstur tveggja bila í gær.